Guðjón Petersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Peter Guðjón Petersen.

Peter Guðjón Petersen frá Reykjavík, stýrimaður, skipstjóri, forstöðumaður, framkvæmdastjóri Almannavarna, bæjarstjóri fæddist 20. nóvember 1938 í Rvk og lést 2. ágúst 2017 á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Foreldrar hans voru Lauritz Petersen vélstjóri, f. 7. ágúst 1906 í Óðinsvéum í Danmörku, d. 26. september 1972, og kona hans Guðný Guðjónsdóttir Petersen húsfreyja, f. 15. nóvember 1907 í Rvk, d. 27, september 1971.

Guðjón lauk farmannaprófi í Sttýrimannaskólanum í Rvk 1961, skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins 1965, fékk sérstaka þjálfun og menntun í kjarnorkuvörnum og almennri neyðarstarfsemi.
Hann var messadrengur, viðvaningur og háseti á ms. Gullfossi 1954-1961, forstöðumaður Stýrimannaskólans í Eyjum 1961-1962, stýrimaður og skipstjóri í afleysingum hjá Landhelgisgæslunni frá 1962-1971, var fulltrúi hjá Almannavörnum frá 1971 til 1979, framkvæmdastjóri þeirra frá 1979 til 1996.
Guðjón var bæjarstjóri í Snæfellsbæ 1996-1998, framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands, síðar Félags íslenskra skipstjórnarmanna, frá 1999 til 2004.
Hann sat í fjölda nefnda í tengslum við störf sín, þar á meðal landgrunnsnefnd, almannavarnanefnd NATO og skipulagsnefnd jarðvísindadeildar UNESCO. Þá var hann ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna um almannavarnir á Niue á Kyrrahafi, á Möltu og Azoreyjum.
Hann starfaði einnig í sóknarnefndum Árbæjarsóknar og Fella- og Hólasóknar, var forseti Rótaryklúbbsins Reykjavík-Breiðholt og varaforseti Farmanna- og fiskimannasambandsins.
Eftir hann liggja m.a. fræðslurit, skýrslur og greinargerðir um náttúruhamfarir og aðra vá og varnir gegn þeim.
Þau Lilja giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Guðjóns er Ingibjörg Lilja Benediktsdóttir húsfeyja, f. 23. desember 1939. Foreldrar hennar Pétur Benedikt Ólafsson, f. 19. ágúst 1910, d. 15. desember 2003, og Svava Árnadóttir, f. 16. apríl 1914, d. 17. nóvember 1971.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Petersen iðnverkakona, f. 13. nóvember 1958. Maður hennar Hilmar Jónsson.
2. Lárus Guðjónsson, f. 23. mars 1962. Kona hans Sigrún Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 22. ágúst 2017. Minning.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.