Gróa Tómasína Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gróa Tómasína Magnúsdóttir frá Lyngbergi, öryrki fæddist 23. maí 1914 í Bergholti og lést 23. júní 1953.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, (nú Lækjarhvammur), bóndi, trésmiður og garðyrkjumaður í Bergholti, á Lyngbergi og síðast í Hljómskálanum, f. 4. febrúar 1881, d. 30. apríl 1974, og kona hans Sigríður Hróbjartsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
Börn Sigríðar og Magnúsar voru:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Fósturdóttir hjónanna var
7. Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari, organisti í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 1. júní 1925, d. 11. febrúar 2016.

Gróa var með foreldrum sínum.
Hún var sjúklingur, bjó síðast í Hljómskálanum við Hvítingaveg 10 og lést 1953, ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.