Gestur Jóhannesson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
GesturJóhannesson.

Gestur Jóhannesson frá Flögu í Þistilfirði, sjómaður, vélstjóri fæddist 2. janúar 1929 og drukknaði 12. apríl 1952.
Foreldrar hans voru Jóhannes Guðmundsson bóndi, f. 23. mars 1890, d. 29. október 1980, og kona hans Sigríður Gestsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1893, d. 27. október 1979.

Gestur lauk vélstjóraprófi 1951.
Hann stundaði veiðar á trillum í heimabyggð á unglingsárum, flutti til Eyja 1947.
Gestur var vélstjóri á Veigu VE 291 og drukknaði, er hún fórst 12. apríl 1952.
Þau María Anna hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Urðavegi 17.
María Anna lést 2016.

I. Sambúðarkona Gests var María Anna Óladóttir frá Hólmgarði við Vestmannabraut 12, húsfreyja, f. 12. apríl 1932, d. 8. október 2016.
Barn þeirra:
1. Jóna Sigríður Gestsdóttir húsfreyja í Hveragerði, f. 15. júlí 1951. Sambúðarmaður hennar Jón Ingi Kristjánsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.