Garðar Guðmundsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Garðar Guðmundsson.

Garðar Guðmundsson kennari fæddist 31. desember 1950 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þórarinn Daníelsson bakari í Kópavogi, f. 29. ágúst 1927, og kona hans Guðrún Jóhanna Egilsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1931, d. 27. september 2008.

Garðar varð gagnfræðingur í Kópavogi 1967, lauk kennaraprófi 1971, nam í framhaldsdeild K.H.Í. (kennsla lestregra barna) 1975-1976, með viðbótarnám í stærðfræði í H.Í. 1997-1999, sótti ýmis kennaranámskeið.
Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1971-1973, barnaskólanum í Neskaupstað 1973-1974, Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá 1974-1990, kennari í Setbergsskóla í Hafnarfirði 1990-2013 og í Áslandsskóla þar 2013-2020.
Þau Anna Björg giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Garðars, (15. apríl 1974), er Anna Björg Jónsdóttir kennari, f. 6. maí 1952. Foreldrar hennar Jón Guðmundsson húsasmiður í Kópavogi, f. 19. maí 1924, d. 28. ágúst 2003, og kona hans Ágústa Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1928, d. 28. nóvember 2000.
Börn þeirra:
1. Pálmar Garðarsson, tölvufræðingur, f. 27. apríl 1985. Kona hans Gerður Halla Gísladóttir.
2. Elmar Garðarsson, með B.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði og B.A.-próf í stjórnmálafræði, f. 26. júní 1986.
3. Arna Bergrún Garðarsdóttir, leikskólakennari, f. 26. júní 1990. Maður hennar Þorri Hauksson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garðar.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 5. september 2003. Minning Jóns Guðmundssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.