Gísli Brynjólfsson (húsasmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli

Gísli Brynjólfsson fæddist 2. október 1903 í Lindartúni í Vestur-Landeyjum og lést 24. október 1977. Gísli fór á vertíð til Vestmannaeyja 1930 og tíu árum síðar er hann alfluttur til Vestmannaeyja þar sem átti heimili til ársins 1973. Hann bjó að Hásteinsvegi 52. Eftir það settist hann að í Keflavík. Gísli var kvæntur Guðrúnu Þorsteinsdóttur sem átti þá sjö börn sem Gísli gekk í föðurstað.

Gísli hóf nám í trésmíði á verkstæði Ársæls Sveinssonar. Hjá Ársæli vann hann alla tíð á meðan hann dvaldi í Vestmannaeyjum. Gísli var félagi í Kirkjukór Landakirkju og mikill áhugamaður um KFUM & K.

Myndir