Erna Þorsteinsdóttir (Arnarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erna Þorsteinsdóttir.

Erna Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, húsfreyja, veitingakona, talsímakona, starfsmaður leikskóla og verkakona fæddist 18. ágúst 1936 á Arnarfelli og lést 2. janúar 2012.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gíslason frá Görðum, skipstjóri, f. 5. maí 1902 á Eskifirði, d. 25. maí 1971, og kona hans Guðrún Lilja Ólafsdóttir frá Strönd, f. 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.

Börn Lilju og Þorsteins:
1. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1931, d. 27. mars 2012.
2. Gísli Guðni Þorsteinsson, f. 14. september 1932, d. í júní 1933.
3. Erna Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1936. d. 2. janúar 2012.
4. Hulda Þorsteinsdóttir, f. 16. febrúar 1940.
5. Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, f. 22. nóvember 1943, d. 17. ágúst 2022.
6. Ólafur Diðrik Þorsteinsson, f. 14. janúar 1951, d. 11. október 1997.

Erna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann verkakvennastörf, var talsímakona, vann við veitingar og leikskólann í Kirkjugerði. Einnig vann hún við fiskvinnslu hjá Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni.
Hún eignaðir barn með Eiríki 1955 og barn með Sveini 1958.
Þau Tómas giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Herjólfsgötu 9 við fæðingu Guðmundar Þórarins og Lilju Þorsteinu 1966, á Illugagötu 1 1972.
Tómas lést 1993. Erna bjó síðast á Hásteinsvegi 62. Hún lést 2012.

I. Barnsfaðir Ernu var Eiríkur Hallgrímsson sjómaður frá Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi, f. 20. apríl 1935.
Barn þeirra:
1. Gunnar Ólafur Eiríksson matreiðslumaður í Hafnarfirði, f. 12. apríl 1955. Kona hans Guðríður Hilmarsdóttir.

II. Barnsfaðir Ernu er Sveinn Gunnþór Halldórsson frá Kalmanstjörn vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, f. 2. maí 1938.
Barn þeirra:
2. Gísli Guðni Sveinsson sjómaður, f. 26. september 1958.

III. Maður Ernu, (19. október 1963), var Tómas Guðmundsson stýrimaður, f. 14. desember 1930, d. 15. nóvember 1993.
Börn þeirra:
3. Guðmundur Þórarinn Tómasson rannsóknalögreglumaður í Hafnarfirði, f. 13. júní 1964. Kona hans Sigurveig Birgisdóttir.
4. Lilja Þorsteina Tómasdóttir húsfreyja, klinikdama í Keflavík, f. 28. september 1966. Fyrrum sambýlismaður Grétar Sigurbjörns Miller. Sambýlismaður Jón I. Guðbrandsson.
5. Ásdís Steinunn Tómasdóttir kennari í Eyjum, f. 30. desember 1971. Sambýlismaður hennar Sigfús Gunnar Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. janúar 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.