Tómas Guðmundsson (stýrimaður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Tómas Guðmundsson úr Reykjavík, sjómaður, stýrimaður fæddist 14. september 1930 og lést 15. nóvember 1993.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þórarinn Tómasson, f. 31. janúar 1903, d. 2. desember 1945, og Steinunn Anna Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1901, d. 28. september 1980.

Bróðir Tómasar var
1. Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. október 1932 í Hafnarfirði, d. 14. júní 2006.

Tómas var fimmtán ára, er faðir hans lést.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1955 með hinu meira fiskimannaprófi.
Hann hóf ungur sjómennsku á Heimakletti RE 26 á síldveiðum í Hvalfirði, og stundaði sjóinn síðan nær óslitið til dauðadags, að þeim árum undanskildum er hann fór í Stýrimannaskólann til að afla sér skipstjórnarmenntunar. Hann var á ýmsum togurum frá Reykjavík uns hann fluttist til Eyja 1962.
Tómas réðst stýrimaður á Hugin VE 65 hjá Guðmundi Inga bróður sínum og var síðan hjá útgerð hans nánast sleitulaust stýrimaður og skipstjóri. Hann lést við störf sín þar 1993.
Þau Erna giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn og Tómas gekk tveim börnum Ernu í föðurstað. Þau bjuggu á Herjólfsgötu 9 við fæðingu Guðmundar Þórarins 1964 og Lilju Þorsteinu 1966, á Illugagötu 1 1972.
Tómas lést 1993. Erna bjó síðast á Hásteinsvegi 62. Hún lést 2012.

I. Kona Tómasar, (19. október 1963), var Erna Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, húsfreyja, veitingakona, fiskvinnslukona, talsímakona, starfsmaður á leikskóla, f. 18. ágúst 1936 á Arnarfelli, d. 2. janúar 2012.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Þórarinn Tómasson rannsóknalögreglumaður í Hafnarfirði, f. 13. júní 1964. Kona hans Sigurveig Birgisdóttir.
2. Lilja Þorsteina Tómasdóttir húsfreyja, klinikdama í Keflavík, f. 28. september 1966. Fyrrum sambýlismaður Grétar Sigurbjörns Miller. Sambýlismaður Jón I. Guðbrandsson.
3. Ásdís Steinunn Tómasdóttir kennari í Eyjum, f. 30. desember 1971. Sambýlismaður hennar Sigfús Gunnar Guðmundsson.
Börn Ernu og fósturbörn Tómasar:
4. Gunnar Ólafur Eiríksson matreiðslumaður í Hafnarfirði, f. 12. apríl 1955. Kona hans Guðríður Hilmarsdóttir.
5. Gísli Guðni Sveinsson sjómaður, f. 26. september 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. nóvember 1993. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.