Erlendur Bogason (Laufási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erlendur Bogason frá Laufási, kafari, rekur köfunarþjónustuna Strýtuna á Akureyri fæddist 23. mars 1963.
Foreldrar hans Bogi Finnbogason frá Eskifirði, skipstjóri, f. 4. júlí 1920, d. 13. júlí 1995, og kona hans Dagný Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja, kennari, f. 3. apríl 1926, d. 4. ágúst 2016.

Börn Dagnýjar og Boga:
1. Guðný Bogadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. nóvember 1958 á Sjúkrahúsinu.
2. Erlendur Bogason kafari, rekur köfunarþjónustuna Sævör á Hjalteyri, f. 13. mars 1963.

Þau Anna Friðbjörg giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Hildur Líf hófu sambúð, hafa eignast eitt barn. Þau búa á Akureyri.

I. Fyrrum Kona Erlendar er Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir, f. 9. september1961. Foreldrar hennar Guðlaug Kristjánsdóttir, f. 4. febrúar 1922, d. 25. janúar 2016, og Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, f. 31. mars 1927, d. 2. mars 1974.
Barn þeirra:
1. Sævör Dagný Erlendsdóttir, f. 3. apríl 1996.

II. Sambúðarkona Erlendar er Hildur Liv Helgadóttir úr Rvk, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. desember 1982. Foreldrar hennar Helgi Jón Davíðsson, f. 18. ágúst 1955, og Margrét Ingólfsdóttir, f. 16. júlí 1957.
Barn þeirra:
2. María Lív Erlendsdóttir, f. 26. febrúar 2025.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.