Enemy Mine

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árið 1985 kom út mynd sem bar nafnið Enemy Mine. Aðalhlutverkið lék Dennis Quaid stórleikari og hinn virti leikstjóri Wolfgang Petersen leikstýrði. Myndin er vísindaskáldssaga þar sem maður og skrímsli þurfa að taka höndum saman og heyja lífsbaráttu. Myndin sem bíógestir sáu var tekin í stúdíói í Þýskalandi og á Kanaríeyjum. Upphaflega var kvikmyndin tekin upp í Vestmannaeyjum. Öll kvikmyndin var kvikmynduð í Vestmannaeyjum en deila á milli framleiðanda og fyrsta leikstjórans olli því að myndinni var hent í ruslið og myndin endurtekin á fyrrnefndum stöðum. Það er miður að þetta stórtækifæri á frábærri landkynningu fór í súginn en kvikmyndabransinn er harður og þar tala peningarnir, og kannski töluðu peningarnir bara ekki nógu hátt.