Elsa Gunnarsdóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elsa Gunnarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 7. febrúar 1961.
Foreldrar hennar voru Gunnar Jóhannsson frá Þórshöfn á Langanesi, verkstjóri, f. 31. maí 1931, d. 7. september 2008, og kona hans Elín Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 28. febrúar 1936 á Breiðabólstað, d. 30. desember 2000.

Börn Elínar og Gunnars:
1. Klara Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, býr á Selfossi, f. 3. mars 1955. Fyrri maður hennar Páll Ragnarsson. Síðari maður hennar Víðir Óskarsson.
2. Elsa Gunnarsdóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 7. fenbrúar 1961. Maður hennar Björn Indriðason.
3. Gunnar Hallberg Gunnarsson sjúkranuddari í Reykjavík, f. 27. febrúar 1972. Kona hans Hrönn Birgisdóttir.

Elsa var með foreldrum sínum, í Antonshúsi við Brekastig 32 og í Steinholti við Kirkjuveg 9a. Þau fluttu til Reykjavíkur við Gosið 1973.
Hún lauk sjúkraliðaprófum og var sjúkraliði.
Þau Björn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Ásaveg 27 og við Hrauntún.
Björn lést 2023.

I. Maður Elsu var Björn Indriðason raftæknifræðingur, stöðvarstjóri, f. 27. febrúar 1957 á Akranesi, d. 23. október 2023.
Börn þeirra:
1. Elín Sigríður Björnsdóttir viðskiptafræðingur, f. 29. júlí 1976. Maður hennar Símon Þór Eðvarðsson.
2. Elva Dögg Björnsdóttir matráður, f. 3. september 1982. Barnsfaðir hennar Gunnar Páll Línberg Kristjánsson. Maður hennar Sigurður Einar Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.