Ellen-Margrethe Åberg Snorrason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ketty Ellen-Margrethe Åberg Snorrason húsfreyja, kennari fæddist 21. október 1928 og lést 26. febrúar 2023.
Foreldrar hennar voru Henry August Åberg af dönskum og sænskum ættum, rafvirkjameistari, f. 3. október 1900, d. 10. maí 1946 og Nanna Jónbjörg Jónsdóttir Åberg, síðar Magnússon, húsfreyja, kjólameistari, f. 6. nóvember 1898, d. 10. jan. 1970. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu, trésmiður, f. 7. sept.1872, d. 11. júlí 1932, og Regína Magdalena Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, húsfreyja, ljósmóðir, f. 8. október 1877, d. 22. maí 1965.

Systir Ellen var Helga Åberg húsfreyja, f. 10. október 1925, d. 22. nóvember 2005.

Ellen var með Sveini manni sínum, fulltrúa hjá sýslumanni í Eyjum, og kenndi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1952-1953. Þau bjuggu við Brimhólabraut 7.

I. Maður Ellenar, (12. nóvember 1949), var Sveinn Snorrason lögfræðingur, f. 21. maí 1825, d. 3. september 2018.
Börn þeirra:
1. Helga Sveinsdóttir Sebach, lyfsali, f. 24. janúar 1952 í Rvk. Maður hennar Alain Sebach.
2. Regína Sveinsdóttir, lyfjatæknir, f. 3. ágúst 1955. Fyrrum maður hennar Sverrir Hafsteinsson. Maður hennar Jóhann Friðbjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.