Elísabet Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elísabet Bjarnason.

Elísabet Bjarnason húsfreyja fæddist 8. apríl 1953 í Reykjavík og lést 15. ágúst 2020 á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Hörður Hjálmarsson Bjarnason, símvirki, símstöðvarstjóri, húsvörður, f. 29. júlí 1928, d. 15. júní 1995, og kona hans Bryndís Bjarnason húsfreyja, f. 11. febrúar 1926, d. 30. ágúst 2017.

Börn Bryndísar og Harðar:
1. Camilla Bjarnason guðfræðinemi (stud. theol.), síðast í Garðabæ, f. 8. mars 1949, d. 7. maí 1999. Maður hennar Garðar Sverrisson.
2. Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur, framkvæmdastjóri. Kona hans Herdís S. Gunnlaugsdóttir.
3. Elísabet Bjarnason húsfreyja, starfsmaður í Tjaldanesi, Mos., f. 8. apríl 1953, d. 15. ágúst 2020. Barnsfaðir hennar Jón Norðkvist Viggósson. Barnsfaðir hennar Sigurður Högni Hauksson. Maður hennar Ingi Bjarnar Guðmundsson.
4. Bryndís Bjarnason kennari, f. 30. mars 1957. Maður hennar Þórður Skúlason.
5. Hildur Bjarnason húsfreyja, BA-próf í sálfræði, f. 23. nóvember 1962. Fyrrum maður hennar Jean Posocco. Maður hennar Ómar Þór Halldórsson.
6. Hörður Bjarnason íþróttafræðingur, f. 8. október 1964. Fyrrum kona hans Kristín Ragna Pálsdóttir. Kona hans Hrönn Benediktsdóttir.

Elísabet var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1966, bjó hjá þeim við Vestmannabraut 22 og þar bjuggu þau fram að Gosi 1973. Hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó einnig á Ísafirði um skeið.
Hún eignaðist ófeðrað barn 1974, barn með Jóni 1976 og með Sigurði Högna 1978.
Þau Ingi giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Mosfellsbæ fram til ársins 2003. Þar vann Elísabet í sambýlinu í Tjaldanesi. Þau fluttu til Reykjavíkur 2003 og bjuggu þar fram til 2020. Þau fluttu til Akureyrar stuttu fyrir andlát Elísabetar.
Hún lést 2020.

I. Barn Elísabetar:
1. Brynja Bjarnason, f. 27. febrúar 1974.

II. Barnsfaðir Elísabetar var Jón Norðkvist Viggósson, f. 27. febrúar 1951, d. 4. apríl 1979.
Barn þeirra:
2. Erna Jónsdóttir, f. 4. janúar 1976.

III. Barnsfaðir Elísabetar er Sigurður Högni Hauksson bifvélavirkjameistari, f. 17. janúar 1948.
Barn þeirra:
3. Camilla Guðjónsdóttir, f. 17. febrúar 1978. Hún var ættleidd. Maður hennar Jóhann Freyr Jónsson.

IV. Maður Elísabetar, (1981), er Ingi Bjarnar Guðmundsson starfsmaður Vífilfells, f. 18. janúar 1958. Foreldrar hans Guðmundur Bjarnar Stefánsson, f. 7. júlí 1932, og Sólveig Hulda Zophoníasdóttir, f. 8. júlí 1932, d. 13. nóvember 2021.
Börn þeirra:
4. Bjarki Ingason, f. 23. desember 1981. Kona hans Helga Þormóðsdóttir.
5. Baldur Ingason, f. 12. apríl 1985. Kona hans Sandra Guðrún Harðardóttir.
6. Eyþór Ingason, f. 25. apríl 1986. Kona hans Katrín Brynja Björgvinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.