Elín Jóhanna Eiríksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Jóhanna Eiríksdóttir húsfreyja fæddist 13. janúar 1959 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Siggeir Albertsson, f. 13. september 1934, d. 18. ágúst 2023, og barnsmóðir hans Hjördís Kristín Guðmundsdóttir frá Bergstöðum við Urðaveg 24, talsímakona, fulltrúi, f. 30. júní 1931.

Elín var með móður sinni og fósturföður.
Hún vann við fiskiðnað frá 12 ára aldri, flutti til Rvk í Gosinu 1973, til Eyja 1975.
Þau Ægir giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Valhöll, byggðu hús við Búhamar 24 og búa þar.

I. Maður Elínar, (19. júní 1976), er Ægir Örn Ármannsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 29. maí 1956.
Börn þeirra:
1. Hjördís Kristín Ægisdóttir, læknaritari í Ástralíu, f. 27. október 1976. Maður hennar Brett Whelau.
2. Ármann Ragnar Ægisson sjúkraflutningamaður, f. 13. ágúst 1990. Kona hans Paulina Pierzak frá Póllandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Ægir og Elín.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.