Elín Friðriksdóttir (Skipholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Elín Friðriksdóttir.

Elín Friðriksdóttir frá Skipholti, húsfreyja fæddist 6. október 1922 á Seljalandi við Hásteinsveg 10 og lést 20. maí 2007 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Friðrik Ingimundarson frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. þar 17. september 1894, síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, d. 20. febrúar 1983, og kona hans Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 2. apríl 1898, síðast á Melaheiði 7 í Kópavogi, d. 4. september 1977.

Börn Sveinbjargar og Friðriks:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 2007.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, á Seljalandi við Hásteinsveg 10, á Hofsstöðum við Brekastíg 30, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, og í Skipholti við Vestmannabraut 46B.
Hún fór til Lands fyrri hluta fimmta áratugarins.
Þau Símon hófu búskap, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Elín bjó í Stóragerði. Hún dvaldi síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést 2007.

I. Maður Elínar, (1947, skildu 1984), var Símon Guðjónsson frá Neskaupstað, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, síðar hafnarstarfsmaður í Reykjavík, f. 15. mars 1921, d. 7. nóvember 2003. Foreldrar hans voru Guðjón Símonarson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 10. september 1877 í Úlfljótsvatnssókn í Árn., d. 24. mars 1962, og kona hans Guðrún Sigurveig Sigurðardóttir frá Krossi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 6. janúar 1888, d. 23. maí 1946.
Börn þeirra:
1. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, skáld, f. 24. ágúst 1947. Fyrrum kona hans Dagný Helgadóttir. Kona hans Guðlaug María Bjarnadóttir.
2. Birgir Svan Símonarson kennari, skáld, f. 3. nóvember 1951, d. 25. desember 2020. Fyrrum kona hans Stefanía Erlingsdóttir. Unnusta Guðný Jónsdóttir.
3. Guðjón Símonarson verslunarmaður, f. 11. apríl 1964. Kona hans Jóna Karen Jensdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.