Einar Sveinsson (vélsmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Sveinsson frá Skaftárdal á Síðu, V.-Skaft., vélsmíðameistari fæddist þar 22. maí 1903 og lést 6. ágúst 1977.
Foreldrar hans voru Sveinn Steingrímsson bóndi, f. 25. október 1874 í Heiðarseli á Síðu, d. 23. desember 1964, og kona hans Margrét Einarsdóttir frá Svínadal í Skaftártungu, V.-Skaft., húsfreyja, f. 15. júlí 1878, d. 2. júlí 1965.

Einar var með foreldrum sínum á Skaftárdal til 1914, og aftur 1915-1918, í Langholti í Meðallandi, V.-Skaft. 1918-1924.
Hann fór til Eyja 1924, lærði þar vélsmíði, bjó í Stóra-Hvammi við Kirkjuveg 39, var hjá foreldrum sínum í Langholti 1933-1935, fór þá til Rvk, var þar járnsmíðameistari 1939, kom þaðan að Eiðum í S.-Múl., var vélamaður þar 1950.
Þau Þórunn giftu sig, eignuðust eitt barn.
Þórunn lést 1946 og Einar 1977.

I. Kona Einars var Þórunn Sigurþórsdóttir úr Rvk, húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1912 í Rvk, d. 9. ágúst 1946. Foreldrar hennar voru Sigurþór Sigurðsson, f. 30. mars 1973, d. 25. október 1954, og Halldóra Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 29. júlí 1879, d. 10. apríl 1933.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Einarsdóttir fiskverkakona, starfsmaður Póstsins, f. 4. maí 1943, d. 16. september 2017. Maður hennar Jóhann Grétar Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 26. september 2017. Minning Ingibjargar Einarsdóttur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.