Einar Þórður Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Þórður Guðmundsson frá Litlabæ á Álftanesi, þurrabúðarmaður, sjómaður, fæddist 18. október 1865 í Melshúsum þar og lést 31. júlí 1940 á Oddsstöðum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon sjómaður, f. 1832, d. 29. mars 1887, og kona hans Margrét Þórðardóttir húsfreyja, f. 1825, d. 8. október 1902.

Þau Guðfinna Kristín giftu sig 1898, eignuðust a.m.k. eitt barn. Þau bjuggu á Grænhóli á Álftanesi við fæðingu Dagmeyjar. Guðfinna flutti til Eyja 1913 og lést 1923.
Einar flutti til Eyja 1916, var sjómaður í Hlíð 1920, flutti að Vestari Oddsstöðum í Eyjum 1923, var í byrjun lausamaður, en síðustu árin skráður gamalmenni.
Hann lést 1940.

I. Kona Einars, (9. desember 1898), var Guðfinna Kristín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1. október 1856, d. 1. desember 1923 í Bræðraborg við Njarðarstíg 3.
Barn þeirra hér:
1. Dagmey Einarsdóttir á Kirkjuhól við Bessastíg 4, húsfreyja, f. 10. janúar 1904, d. 12. september 1993. Maður hennar Ólafur Beck Bjarnason.
Barn Guðfinnu Kristínar:
2. Sesselja Einarsdóttir húsfreyja í Vallartúni, f. 11. mars 1891, d. 14. október 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.