Egill Jónsson (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Egill Jónsson frá Selalæk í Rang., verkstjóri, slippstjóri fæddist 8. maí 1942 í Gunnarsholti á Rangárvöllum og lést 20. nóvember 2023.
Foreldrar hans voru Jón Egilsson bóndi, hreppstjóri, f. 31. júlí 1908 á Stokkalæk á Rangárvöllum, d. 23. júní 1992, og fyrri kona hans Helga Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum, húsfreyja, kennari, f. 22. nóvember 1902, d. 28. janúar 1947.

Egill lauk landsprófi í Skógaskóla 1959.
Hann var í millilandasiglingum hjá Eimskip 1961 til 1963. Eftir það sótti hann vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum um árabil. Egill vann í Hraðfrystistöðinni og síðan í Ísfélaginu fram að Gosi 1973. Meðan á gosinu stóð stýrði Egill fiskvinnslu í frystihúsinu á Kirkjusandi í Reykjavík. Eftir Gosið vann Egill að uppbyggingu og rekstri Ísfélagsins til 1987, en vann síðan hjá Skipalyftunni og var slippstjóri þar.
Þau Helena giftu sig 1970, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á 1. ári þess. Þau bjuggu við Heiðartún 2.
Egill lést 2023.


I. Kona Egils, (17. júní 1970), er Jóhanna Helena Weihe, húsfreyja, f. 7. maí 1949. Foreldrar hennar Johan Weihe sjómaður, fiskverkamaður, f. 11. nóvember 1913 í Færeyjum, d. 11. janúar 1992, og kona hans Guðlín Guðný Guðjónsdóttir frá Framnesi við Vesturveg 3b, húsfreyja, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.
Börn þeirra:
1. Guðjón Egilsson, f. 18. september 1969. Sambúðarkona hans Rósa Hlín Óskarsdóttir.
2. Perla Björk Egilsdóttir, 8. september 1971. Maður hennar Sigurður Freyr Magnússon.
3. Jón Egilsson, f. 1. desember 1972. Fyrrum kona hans Margrét Pálsdóttir. Unnusta hans Lilja Brynja Skúladóttir.
4. Egill Egilsson, f. 31. desember 1977, d. 18. ágúst 1978.
5. Aldís Helga Egilsdóttir, f. 14. maí 1979. Sambúðarmaður hennar Magnús Ágúst Skúlason.
6. Eygló Egilsdóttir, f. 27. júlí 1983. Sambúðarmaður hennar Garðar Heiðar Eyjólfsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 2. desember 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.