Egill Egilsson (húsasmíðameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Egill Egilsson húsasmíðameitari, þjónustufulltrúi fæddist 23. nóvember 1947 á Heiðarvegi 47.
Foreldrar hans voru Egill Árnason vélstjóri, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976, og kona hans Guðrún Magnúsína Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, f. 2. janúar 1919, d. 15. apríl 1994.

Börn Magnúsínu og Egils:
1. Kristján Egilsson forstöðumaður fiska- og náttúrugripasafnsins í Eyjum, f. 5. júlí 1939 á Hvanneyri.
2. Egill Egilsson húsasmíðameistari, þjónustufulltrúi í Eyjum, f. 23. nóvember 1947 á Heiðarvegi 42.
3. Kristinn Árni Egilsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 29. júní 1950 á Heiðarvegi 42.
4. Heiðar Egilsson járnsmiður í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.
5. Hrönn Egilsdóttir leikskólastjóri í Eyjum, f. 1. janúar 1955 að Heiðarvegi 42.

Egill var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarvegi 42 og Hólagötu 19.
Hann varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lærði húsasmíði í Tréverki, Iðnskólanum og vegna Gossins 1973 lauk hann því á Akranesi, öðlaðist síðar meistararéttindi.
Egill vann í iðngrein sinni og varð síðan þjónustufulltrúi hjá Bænum, sá um byggingar Bæjarins.
Þau Erna giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Smáragötu 24.

I. Kona Egils, (26. júní 1971), er Erna Jóhannesdóttir frá Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, húsfreyja, íþróttakennari, fræðslufulltrúi, f. 6. júlí 1950.
Börn þeirra:
1. Huginn Magnús Egilsson lögreglumaður, f. 7. febrúar 1972. Kona hans Lára Dögg Konráðsdóttir.
2. Jóhannes Egilsson, rekur harðfiskframleiðslu í fyrirtæki sínu Nöf í Reykjavík, f. 7. apríl 1977. Kona hans Þrúður Ármann.
3. Davíð Egilsson læknir, f. 24. janúar 1981. Kona hans Eyrún Sigurjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Egill.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.