Daníel Jónasson (organisti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Daníel Jónasson.

Daníel Jónasson tónlistarmaður, organisti, kennari fæddist 17. júní 1938 á Faxastíg 6 (Betel) og lést 16. júlí 2022 í Noregi.
Foreldrar hans voru Jónas Skarphéðinn Jakobsson myndhöggvari, trúboði, forstöðumaður, f. 5. nóvember 1909, d. 29. apríl 1984, og kona hans Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Skaftafelli, húsfreyja, sjúkraliði, f. 26. desember 1916, d. 14. september 2007.

Daníel lauk unglingaprófi á Akureyri 1953, stundaði tónlistarnám frá 10 ára aldri í tónlistarskóla á Akureyri, í tónlistarskóla í Rvk 1856-1961, í kennaradeild hans 1959-1961, lauk söngkennaraprófi 1961, var við nám í biblíuskóla í Noregi 1969-1970, við tungumálanám í Frakklandi 1971-1972, varð gagnfræðingur í Námsflokkum Rvk 1974. Hann lauk stúdentsprófi 1978 og BA-prófi í sagnfræði 1988.
Hann stundaði píanókennslu frá 1956, var stundakennari í Laugarnesskóla í Rvk 1960-1961, í Melaskólanum þar frá 1962 og síðan í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Hann var organisti (eða aðstoðarorganisti) hjá Fíladelfíusöfnuðinum á Akureyri og í Rvk, organisti á Elliheimilinu Grund í Rvk 1959-1961, í Langholtskirkju 1966-1967, hjá Breiðholtssöfnuði frá 1972.
Hann var kennari við Barnaskólanum í Eyjum og Tónlistarskólanum þar 1970-1971, í Vogaskólanum 1972-1974, Laugarnesskólanum 1974-1979, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti frá 1979.
Daníel var í stjórn Félags íslenskra orgelleikara, gjaldkeri 1980-1982. Hann var frumkvöðull að stofnun Foreldrafélags blindra og sjónskertra barna, sem síðan kom á fót sambýli fyrir blinda og sjónskerta.
Þýðingar: Ljós í myrkri (Rolf Karlsson), 1979.
Þau Åse Johanne giftu sig 1964, eignuðust tvö börn.
Åse Johanne lést 2016.
Þau Ingunn Lilja giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti áður þrjú börn.
Daníel lést 2022 í Noregi.

I. Kona Daníels, (18. janúar 1964), var Åse Johanne Jónasson (áður Gundersen), húsfreyja, f. 18. september 1926, d. 13. september 2016. Foreldrar hennar voru Peter Gundersen vélaviðgerðamaður í Drammen í Noregi, og kona hans Ólafía Jónsdóttir.
Börn þeirra:
1. Ólafía Daníelsdóttir, f. 30. nóvember 1964. Sambúðarmaður hennar Ari Tryggvason.
2. Guðbjörg Daníelsdóttir, f. 30. nóvember 1964.

II. Kona Daníels er Ingunn Lilja Leifsdóttir Risbakk húsfreyja, f. 6. janúar 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 27. júlí 2022. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.