Dómhildur Hannesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Dómhildur Hannesdóttir frá Búlandi í Skaftártungu, V.-Skaft., vinnukona, húskona fæddist 14. september 1865 og lést 16. desember 1959 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi, f. 12. júlí 1834, d. 6. október 1898, og Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.

Börn þeirra í Eyjum:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.

Dómhildur var með foreldrum sínum á Búlandi til 1866, hjá þeim í Efri-Ey í Meðalland 1866-1867, tökubarn á Hnausum í Meðallandi og síðan vinnukona þar 1867-1894, fór þá á Djúpavog. S-Múl., fór til Eyja, fór þaðan til Seyðisfjarðar, var þar vinnukona, kom til Rvk 1904, var vinnukona þar 1910, húskona þar 1921.
Dómhildur lést 1959.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.