Brynjólfur Gíslason (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Brynjólfur Gíslason.

Brynjólfur Gíslason kennari fæddist 31. júlí 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Gísli Brynjólfsson verslunarmaður, f. 3. nóvember 1918, d. 15. janúar 2005, og kona hans Oddný Daníelsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1927, d. 5. júlí 2012.

Brynjólfur lauk verslunarprófi í V.Í. 1972, varð stúdent í hagfræðideild 1974.
Hann var kennari í Grunnskólanum á Þórshöfn 1974-1975 og 1976-1982, í Grunnskólanum í Eyjum 1982-1983.
Hann var uppeldisfulltrúi á Upptökuheimilinu í Kóp. 1975-1976, stundaði verkamannavinnu og sjómennsku á sumrum, var trúnaðarmaður kennara í Grunnskólanum á Þórshöfn 1979-1982, var ritstjóri Viljans, málgagns Nemendafélags V.Í. 1973-1974.
Þau Huldís giftu sig 1975, eignuðust tvö börn og Brynjólfur annaðist barn Huldísar.

I. Kona Brynjólfs, (26. september 1975), er Huldís Þorfinnsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1955. Foreldrar hennar Þorfinnur Friðrik Ísaksson skipstjóri, verkstjóri, f. 11. ágúst 1916, d. 22. nóvember 1983, og kona hans Sigurbjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1919, d. 20. september 2011.
Börn þeirra:
1. Bryndís Brynjólfsdóttir, f. 22. júlí 1975.
2. Gísli Brynjólfsson, f. 4. júlí 1979.
Stjúpdóttir Brynjólfs:
3. Vífill Þór Huldísarson, f. 27. desember 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.