Brynjólfur Benedikt Bjarnason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Brynjólfur Benedikt Bjarnason bóndi í Þverárdal í A-Húnavatnssýslu fæddist 6. september 1865 í Nöjsomhed og lést 5. desember 1928.
Foreldrar hans voru Bjarni Einar Magnússon sýslumaður, f. 1. desember 1831, d. 25. maí 1876, og kona hans Hildur Solveig Thorarensen húsfreyja, f. 31. ágúst 1835, d. 21. júlí 1915.

Börn Bjarna Einars og Hildar Solveigar voru:
1. Guðmundur Scheving Bjarnason læknir, f. 27. júlí 1861 , d. 24. janúar 1909.
2. Brynjólfur Benedikt Bjarnason bóndi í í Þverárdal í A-Hún., f. 8. september 1865 í Nöjsomhed, d. 5. desember 1928.
3. Páll Friðrik Vídalín sýslumaður í Stykkishólmi, f. 16. október 1873 á Geitaskarði, d. 28. október 1930.

Brynjólfur fluttist með foreldrum sínum frá Eyjum að Geitagerði í Langadal í A-Hún. 1872.
Bjarni Einar faðir hans lést 1876.
Hann gekk í Möðruvallaskóla, var þar 1880.
Þau Steinunn giftu sig um 1887 og bjuggu í fyrstu á Refsstöðum í Laxárdal í A-Hún., en síðan í Þverárdal þar. Þau bjuggu þar 1890. Hjá þeim var Hildur móðir hans og Páll Vídalín bróðir hans.
Hann missti Steinunni konu sína eftir 10 ára sambúð 1896 og bjó síðan með Ingibjörgu Ólafsdóttur ráðskonu í 20 ár.
Hann bjó ekkill í Þverárdal 1901. Með honum voru Hildur móðir hans og bústýran Ingibjörg Ólafsdóttir.
Brynjólfur lét af búskap í Þverárdal eftir 27 ár.
1910 var hann skrifari í Sýslumannshúsi á Sauðárkróki hjá Páli bróður sínum. Hann bjó síðast í Reykjavík og lést 1928.

Kona Brynjólfs, (12. ágúst 1887), var Steinunn Guðmundsdóttir frá Mörk í Laxárdal, húsfreyja, f. 16. október 1852, d. 25. janúar 1895.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Stikill 27. október 2008. Frá Brynjólfi í Þverárdal. Elísabet Guðmundsdóttir, Gili í Svartárdal.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.