Blik 1980/Konumynd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit



Jóhanna S. Jónsdóttir


Jóhanna S. Jónsdóttir.


Þessa konumynd teiknaði Jóhann Sigurðsson, listamaður frá Frydendal hér í Eyjum. Hann var hálfbróðir hinna kunnu Johnsensbræðra í kaupstaðnum. J.S. lézt vestur í Ameríku.
Svo einkennilega vill til, að myndin er af langömmu Páls Zóphóníassonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjakaupstað. Konan á myndinni hét Jóhanna Sofía Jónsdóttir, og var dóttir Jóns dómstjóra Péturssonar í Reykjavík. Hún fæddist 10. apríl 1855 og lézt 2. jan. 1931.
Hinn 28. ágúst 1877 giftist Jóhanna S. Jónsdóttir séra Zóphóníasi Halldórssyni sóknarpresti að Goðdölum í Skagafirði. Árið 1886 varð hann prestur í Viðvík í Skagafirði og seinna prófastur í Hegranesþingi. Hann lézt árið 1908. Þessi prestshjón í Skagafirði voru sem sé langafi og langamma Páls Zópóníassonar bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Sonur prestshjónanna var Páll Zóphóníasson kennari okkar „Hvanneyrarstrákanna“, síðar ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og svo búnaðarmálastjóri og alþingismaður. Sonur hans Zóphónías verkfræðingur og prófdómari við verkfræðideild Háskóla Íslands.
Frú Jóhanna S. Jónsdóttir prestsfrú í Viðvík var föðursystir Jarþrúðar Pétursdóttur Johnsen, konu Sigfúsar M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Það er ástæðan til þess, að þessi teiknimynd Jóhanns Sigurðssonar listmálara frá Frydendal fannst í dánarbúi bæjarfógetahjónanna og barst Bliki til eignar.

(Þ.Þ.V.)