Blik 1974/Jólakveðja til unnustu

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1974


Jólakveðja til unnustu


Fyrstu árin, sem Þorsteinn Erlingsson, skáld, dvaldist í Kaupmannahöfn, var hann trúlofaður Jarþrúði Jónsdóttur háyfirdómara Péturssonar. Um hver jól sendi hann elskunni sinni ástarvísu. Hér birtum við eina vel kveðna, eins og hans var von og vísa:

Á jólunum, elskaða unnusta mín,
ég englana mína læt fljúga til þín.
Á fegurstu óskir þá fýsir að benda,
sem fjarlægan ástvin þér langar að senda.