Blik 1937, 1. tbl./Þrá

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1937



ÞRÁ
Ég þrái að fara og finna
hve faðmvíður heimurinn er,
því þrá mín er ljóselsk og leitar
oft lengra en auga mitt sér.
Ég tigna hið listræna lögmál,
sem lífið í huga minn reit;
ég þrái að fara og flýja
úr fámennri afdalasveit.
Ég þrái hinn andlega þroska
og þrótt, sem að áfram mig knýr.
Í æskunnar háfleygu hugsjón
mér heimurinn birtist sem nýr.
H. S. 1. b.