Bjarni Gíslason (varðstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bjarni Gíslason.

Bjarni Gíslason frá Bolungarvík, loftskeytamaður, símritari, varðstjóri, stöðvarstjóri, kennari fæddist 3. ágúst 1923 og lést 4. júní 1981.
Foreldrar hans voru Gísli Bjarnason bátasmiður, f. 18. september 1876, d. 19. apríl 1954, og María Rannveig Níelsdóttir, f. 7. mars 1894, d. 18. september 1951.

Bjarni lauk loftskeytaprófi 1943, símritaraprófi 1944.
Hann var loftskeytamaður, símritari og varðstjóri hjá Landsíma Íslands í Reykjavík, Eyjum og Gufunesi á árunum 1943-1950, var stöðvarstjóri fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi 1950-1967. Hann var kennari á námskeiðum og við Loftskeytaskólann 1947-1967, annaðist kennslu í fjarskiptum við Civil Aviation Training Centre í Bankok í Thailandi, á vegum Alþjóðaflugmálastjórnarinnar 1963-1965, ráðgjafi í flugfjarskiptum hjá Loftleiðum og Flugfélagi Íslands 1968-1973, ráðgjafi í flugfjarskiptum á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í Lybíu 1973-1975 og í Nepal 1976. Hann var loftskeytamaður nokkrar ferðir á flugvélum, togurum og farskipum frá 1943.
Þau Guðný giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
Bjarni lést 1981.

I. Kona Bjarna var Guðný Gestsdóttir fulltrúi Pósts og síma, f. 9. september 1922, d. 24. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gestur Pálsson, f. 24. febrúar 1877, d. 7. janúar 1963, og Sigríður Júlíusdóttir, f. 19. ágúst 1894, d. 28. mars 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.