Björn Jóhannsson (lyfjafræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björn Jóhannsson.

Björn Jóhannsson lyfjafræðingur, kennari fæddist 13. febrúar 1949 á Vopnafirði.
Foreldrar hans Jóhann Björnsson póstfulltrúi, forstjóri, bæjafulltrúi, f. 14. mars 1921 á Vesturhúsum á Jökuldalsheiði, N.-Múl., d. 12. mars 2003, og kona hans Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu við Vestmannabraut 42, húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. júní 1924 í Dalbæ við Vestmannabraut 9.

Björn var með foreldrum sínum.
Hann varð stúdent í M.H. 1975, stundaði lyfjafræðinám í H.Í. 1976-1979, stundaði verknám í Holtsapóteki 1977 og 1978. UU 1980-1983, verknám hjá L.Í.F. (Läkemedelsindustriförbundet) ágúst til desember 1983, lauk apotekarexamen frá UU í mars 1993. Hann lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði fyrir framhaldsskólakennara í KHÍ vorið 1994.
Björn vann við lyfjakynningar og markaðssetningu hjá Pharmaco hf. ágúst 1983 til maí 1987, hliðstætt starf hjá Ó. Johnson & Kaaber júní 1987 til mars 1989, var kennari í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti september 1989 til 1994. Hann var lyfjafræðingur í Hafnarapóteki á Höfn, A.-Skaft. maí til ágúst 1993 og í hlutastarfi þar ágúst 1994 til mars 1995.
Björn var kennari í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu ágúst 1994 til mars 1995, var lyfsali Patreks Apóteks mars 1995 til desember 1998, afleysinalyfjafræðingur í Apótekinu Smiðjuvegi á Suðurströnd og Spönginni maí 2000 til febrúar 2001, lyfjafræðingur hjá Sjúkrahúsapótekinu ehf. frá janúar 2002.
Þau Sigríður giftu sig 1976, skildu 1986. Þau Gunnur Petra giftu sig 1990, eignuðust eitt barn. Þau skildu 1997.

I. Kona Björns, (23. október 1976, skildu), er Sigríður Eyjólfsdóttir lyfjafræðingur, f. 24. ágúst 1955. Foreldrar hennar Eyjólfur Davíðsson aðalféhirðir, f. 28. október 1924 í Flatey á Breiðafirði, d. 29. desember 2015, og Berta Guðrún Engilbertsdóttir aðalbókari, skrifstofustjóri, f. 25. apríl 1926, d. 23. desember 2013.

II. Kona Björns, (2. júní 1990, skildu 1997), Gunnur Petra Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 22. nóvember 1959. Foreldrar hennar Þór Jóhannesson bóndi á Svalbarðsströnd, síðar á Hálsi í Fnjóskadal, f. 6. júlí 1917, d. 3. apríl 2010, og kona hans Sigríður Ólafía Guðmundsdóttir, húsfreyja, bóndi, f. 22. nóvember 1917, d. 26. mars 1999.
Barn þeirra:
1. Jóhann Arnar Björnsson, f. 19. febrúar 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingar á Íslandi 1760-2002. Seltjarnarnes. Lyfjafræðingafélag Íslands 2004.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.