Björn Bergsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björn Bergsson.

Björn Bergsson menntaskólakennari fæddist 7. júlí 1949 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bergur Sigurbjörnsson viðskiptafræðingur, alþingismaður, ritstjóri, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1917, d. 28. júlí 2005, og fyrri kona hans Hjördís Pétursdóttir húsfreyja, f. 16. október 1919, d. 1. ágúst 1971.

Björn lauk landsprófi í Hagaskóla í Rvk 1965, varð stúdent í M.L. 1969, lauk B.A.-prófi í félagsfræði í H.Í. 1972, stundaði framhaldsnám í félagsfræði í Manchester University 1972-1974, sótti námskeið ú uppeldisfræði í H.Í. 1977 og 1978, námskeið í K.H.Í. 1976 og 1979.
Hann var forfallakennari í Víghólaskóla í Kóp. janúar 1970, Bændaskólanum á Hvanneyri febrúar-mars 1970.
Björn var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1974-1978, í Iðnskólanum þar (deildarstjóri) 1978-1979, í Framhaldsskólanum þar 1979-1983 (deildarstjóri 1979-1982).
Björn var stundakennari í Iðnskólanum í Rvk frá 1983.
Hann var fjármálastjóri Iðnskólaútgáfunnar 1983 (júlí-desember), framkvæmdastjóri frá janúar 1984, formaður Samkórs Vestmannaeyja 1975 og 1976, var í undirbúningsnefnd að stofnun Framhaldsskólans í Eyjum 1977-1978, fulltrúi í skólanefnd Framhaldsskólans 1978-1979, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins 1982-1983.
Rit:
Skólinn undir smásjá, í Nýjum Menntamálum, 1976.

Þau Gerður giftu sig, eignuðust eitt barn og Gísli er stjúpfaðir tveggja barna hennar.

I. Kona Björns er Gerður Kristinsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1950. Foreldrar hennar Gréta Jónasdóttir Bjarnasonar, f. 19. september 1933, d. 5. ágúst 2018 og maður hennar Kristinn Sigfússon bóndi í Norðurkoti á Kjalarnesi, f. 10. september 1929, d. 25. nóvember 2013.
Barn þeirra:
1. Hjördís Heiða Björnsdóttir, f. 28. febrúar 1984.
Börn Gerðar og stjúpbörn Björns:
2. Einar Friðrik Þráinsson, f. 8. apríl 1967.
3. Berglind Ósk Þráinsdóttir, f. 29. maí 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.´
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.