Björgvin Eyjólfsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björgvin Eyjólfsson.

Björgvin Eyjólfsson íþróttakennari fæddist 3. nóvember 1955 á Reyðarfirði.
Foreldrar hans voru Stefán Eyjólfur Þórarinsson bóndi á Dallandi í Borgarfirði eystra, síðan verkamaður á Höfn í Hornafirði, f. 14. febrúar 1914, d. 12. nóvember 1986, og kona hans Sigurlilja Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1912, d. 8. apríl 1988.

Björgvin nam í Alþýðuskólanum á Eiðum 1969-1972, í Ollerup Gymnastikhøjskole í Danmörku 1972-1973, í M.L. 1973-1976, lauk íþróttakennaraprófi 1978. Hann sótti námskeið í íþróttaháskóla í Leipzig í Þýskalandi 1978, námskeið Lutheran College í Iowa, Bandar. 1979.
Björgvin var kennari í Barnaskólanum í Eyjum frá 1978.
Þau Ólöf giftu sig 1981, eignuðust tvö börn. Þau búa við Dverghamar 1.

I. Kona Björgvins, (6. júní 1981), er Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir íþróttakennari, húsfreyja, f. 8. janúar 1958. Foreldrar hennar Elías Björnsson verkalýðsfrömuður, f. 5. september 1937, d. 26. desember 2016, og Hildur Margrét Magnúsdóttir, f. 24. ágúst 1941.
Börn þeirra:
1. Elías Ingi Björgvinsson, f. 6. apríl 1981.
2. Eyþór Björgvinsson, f. 16. október 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 2016. Minning Elíasar Björnssonar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.