Birna Þóra Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Birna Þóra Gunnarsdóttir.

Birna Þóra Gunnarsdóttir sjúkraliði, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur fæddist 21. júní 1957 á Sauðárkróki.
Foreldrar hennar Gunnar bifreiðaeftirlitsmaður, yfirlögregluþjónn, f. 6. okt. 1917, d. 1. apríl 2015, Þórðarson bónda á Lóni í Viðvíkursveit í Skagafirði Gunnarssonar og Önnu Bjarnadóttur frá Hofsstöðum. Móðir Birnu Þóru var Jófríður húsfreyja, verkstjóri, f. 27. sept. 1927, d. 20. desember 2000, Björnsdóttir bónda og hreppstjóra á Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði Jónssonar og Kristínar Kristinsdóttur frá Hofsósi.

Birna Þóra lauk sjúkraliðapróf við Sjúkraliðaskóla Íslands í apríl 1977, lauk ljósmæðraprófi við Ljósmæðraskóla Íslands 30. sept. 1982, og stundaði eins vetrar nám á heilsugæzlubraut við Laugalækjarskólann í Rvk, varð hjúkrumarfræðingur 1986.
Hún var sjúkraliði á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sumarið 1977, á Sunnås Sykehus á Nesodden í Noregi sept. 1977 – des. 1978, við Landspítalann, kvensjúkdómadeild, 1. jan. 1979 – 30. sept. 1980.
Hún var ljósmóðir í Eyjum 1. – 14. ágúst 1982 og 1. ágúst – 1. sept. 1984.
Birna Þóra var ljósmóðir á Landspítalanum frá 1. okt. 1982.
Þau Guðmundur Sölvi giftu sig 1986, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Birnu Þóru, (23. ágúst 1986), er Guðmundur Sölvi Karlsson starfsmaður við gangagerð, f. 30. júlí 1956 á Flateyri. Foreldrar hans Karl Svanhólm Þórðarson hafnarvörður, f. 23. janúar 1934 í Ströndum, og Finney Ingibjörg Sölvadóttir, f. 19. september 1936, d. 7. ágúst 2020.
Börn þeirra:
1. Gunnar Karl Sölvason, f. 11. maí 1986.
2. Þórður Sölvason, f. 3. júlí 1988.
3. Ingibjörn Sölvason, f. 23. nóvember 1991.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.