Birgir Sigurbjartsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Birgir Sigurbjartsson.

Birgir Sigurbjartsson vélvirki, málarameistari frá Rvk fæddist þar 8. apríl 1931 og lést 14. júlí 2015.
Foreldrar hans voru Sigurbjartur Guðmundsson, frá Austurhlíð í Gnúpverjahreppi, Árn., f. 22. september 1908, d. 12. júlí 1966, og kona hans María Finnbjörnsdóttir frá Görðum í Aðalvík, N.-Ís., húsfreyja, f. 2. júlí 1901, d. 18. nóvember 1989.

Birgir lærði vélvirkjun í Eyjum og málaraiðn í Bolungarvík og í Iðnskóla Ísafjarðar, lauk sveinsprófi 1971, fékk meistararéttindi 1974.
Hann vann við vélvirkjun í Eyjum og í Rvk, var málari í Bolungarvík, var hluthafi og verkstjóri í Málningarþjónustunni hf.
Þau Helga Svandís giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Bolungarvík og í Rvk.

I. Kona Birgis, (28. maí 1955), er Helga Svandís Helgadóttir, húsfreyja, f. 11. október 1935. Foreldrar hennar Helgi Einarsson skipstjóri í Bolungarvík, f. 9. júlí 1889, d. 21. nóvember 1947, og Anna Svandís Gísladóttir, f. 31. júlí 1908, d. 26. júlí 2000.
Börn þeirra:
1. Helgi Birgisson, f. 31. janúar 1955. Kona hans Kristín Una Sæmundsdóttir.
2. Þorkell Birgisson, f. 9. júní 1956. Kona hans Lilja Hálfdánsdóttir.
3. Óðinn Birgisson, f. 18. júní 1960. Kona hans Hjördís Geirsdóttir.
4. Finnbjörn Birgisson, f. 10. september 1961. Kona hans Linda Björk Harðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið. Minning .
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.