Auður María Aðalsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Auður María Aðalsteinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 19. desember 1951.
Foreldrar hennar Aðalsteinn Jóhannsson frá Sólnesi við Landagötu 5b, tæknifræðingur, vélfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 6. ágúst 1913, d. 12. júní 1998, og kona hans Hulda Óskarsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1919.

Auður lauk BA-prófi í guðfræði (djáknanámi) og B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði í H.Í..
Hún vann um skeið í bókasafni Kvennaskólans í Reykjavík.
Þau Vilhjálmur giftu sig 1980, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Illugagötu 41.

I. Maður Auðar Maríu, (26. júlí 1980), er Vilhjálmur Bjarnason bankaútibússtjóri, fyrrv. alþingismaður, f. 20. apríl 1952.
Börn þeirra:
1. Hulda Guðný Vilhjálmsdóttir, f. 16. nóvember 1981.
2. Kristín Martha Vilhjálmsdóttir, f. 16. nóvember 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.