Arndís Einarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Arndís Jóhanna Guðbjört Einarsdóttir.

Arndís Jóhanna Guðbjört Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 28. október 1911 í Hringsdal í Arnarfirði og lést 17. maí 1990.
Foreldrar hennar voru Einar Bogason bóndi og kennari, f. 11. janúar 1881, d. 4. október 1966, og Sigrún Anna Elín Bjarnadóttir, f. 21. nóvember 1881, d. 9. maí 1965.

Arndís lauk námi í H.S.Í. í apríl 1940. Hún var hjúkrunarfræðingur á Lsp, röntgendeild og fæðingadeild, var í afleysingum á Hvítabandinu , hjúkrunarfræðingur í Blóðbankanum og tók aukavaktir á Landakoti. Hún var stundakennari í Kvennnaskólanum í Rvk, kenndi heilsufræði og hjúkrun, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956-1957, vann í Fóstruskóla Sumargjafar, var hjúkrunarframkvæmdastjóri í Blóðbankanum, síðan í tímavinnu þar.
Hún var í stjórn H.F.Í., í heilbrigðisnefnd í Bandalagi kvenna, varafulltrúi hjá H.F.Í. og hjá B.S.R.B.
Þau Einar giftu sig 1943, eignuðust tvö börn.
Arndís lést í maí 1990 og Einar í nóvember 1990.

I. Maður Arndísar, (4. ágúst 1943), var Einar Bjarnason loftskeytamaður, f. 4. apríl 1907, d. 3. nóvember 1990. Foreldrar hans voru Bjarni Pétursson kennari á Þingeyri og í Rvk, f. 14. september 1873, d. 8. maí 1923, og kona hans Margrét Egilsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1875, d. 23. júlí 1932.
Börn þeirra:
1. Sigrún Margrét Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1942. Maður hennar Ásgeir S. Eiríksson.
2. Álfheiður Björk Einarsdóttir kennari, f. 28. maí 1945. Maður hennar Ríkharð Halldór Hördal.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.