Anna Reiners

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Sigurbjörg Jónsdóttir Reiners.

Anna Sigurbjörg Jónsdóttir Reiners hjúkrunarfræðingur fæddist 10. desember 1901 á Ánastöðum í V.-Hún. og lést 15. desember 1981.
Foreldrar hennar voru Jón Eggertsson bóndi, f. 3. ágúst 1963, d. 14. október 1939, og kona hans Þóra Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1863, d. 16. júní 1938.

Anna naut tímakennslu á Hvammstanga 1918-1919, á Akureyri 1920-1921, lauk hjúkrunarnámi í Vejles Amts og Bys Sygehus í Danmörku, stundaði framhaldsnám í hjúkrun geðsjúkra í Sindsygehospital í Middelfort þar 1. apríl 1932-1. október s. ár og 1. desember 1932-1. júní 1933, í Födselsstiftelsen í Árósum 1. október 1932-desember s. ár.
Hún var hjúkrunarfræðingur á stofu Ólafs Lárussonar héraðslæknis 1. ágúst 1933-1. september 1934, á Sjúkrahúsinu á Blönduósi frá 24. júlí 1949-15. október 1965.
Þau Emil giftu sig 1934, eignuðust eitt barn.

I. Maður Önnu, (2. október 1934), var Emil Friedrik Reiners bóndi í Þýskalandi, síðan matsveinn á Sjúkrahúsinu á Blönduósi, f. 6. apríl 1894, d. 30. maí 1953.
Barn þeirra:
1. Dóra Reiners hjúkrunarfræðingur, f. 5. október 1938 í Nordenham í Atens í Þýskalandi. Maður hennar Jón Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.