Anna Kristín Sigurðardóttir (Grænuhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Kristín Sigurðardóttir frá Grænuhlíð 20, húsfreyja, verkakona fæddist 19. ágúst 1965.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson frá Eiðum við Kirkjuveg 9c, verkamaður, netagerðarmaður, f. 14. janúar 1925, d. 12. september 2003, og kona hans Kristín Anna Karlsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, verkakona, f. 4. júlí 1937.

Börn Kristínar Önnu og Sigurðar:
1. Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. ágúst 1960. Maður hennar er Sigurður Baldursson.
2. Árný Sigurðardóttir, tvíburi, verkakona í Þorlákshöfn, f. 19. ágúst 1965. Barnsfaðir hennar eru Grétar Ísfeld Sævarsson. Sambúðarmaður Sigurvin Snorrason.
3. Anna Kristín Sigurðardóttir, tvíburi, verkakona í Eyjum, f. 19. ágúst 1965. Fyrrum sambúðarmaður Gerhard Guðmundsson.

Anna Kristín var með foreldrum sínum í Grænuhlíð til Goss 1973, flutti með þeim til Þorlákshafnar, bjó á Selfossi.

Þau Gerhard hófu sambúð, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Heiðarbýli við Brekastíg 6. Þau skildu.
Þær Íris búa saman.

I. Fyrrum sambúðarmaður Önnu Kristínar er Gerhard Guðmundsson, f. 19. nóvember 1973. Foreldrar hans Guðmundur H. Tegeder frá Sætúni við Bakkastíg 10, verkamaður, f. 15. júlí 1949, d. 13. apríl 2011, og kona hans Jólína Bjarnason, frá Færeyjum, húsfreyja, f. 29. október 1949.
Börn þeirra:
1. Aron Freyr Gerhardsson, f. 29. apríl 2000.
2. Árni Fannar Gerhardsson, f. 21. nóvember 2001.
3. Alexander Elí Gerhardsson, f. 20. september 2004.

II. Sambúðarkona Önnu er Íris Maack, f. 10. október 1970.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna Kristín.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.