Anna Guðrún Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 1. nóvember 1932 að Skriðinsenni í Bitrufirði, Strand.
Foreldrar hennar voru Jón Lýðsson bóndi, hreppstjóri, f. 13. maí 1887, d.14. ágúst 1969, og Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 4. nóvember 1889, d. 19. júní 1991.

Anna Guðrún Jónsdóttir.

Anna lauk landsprófi í Reykjaskóla í Hrútafirði 1951, Húsmæðrasskólanum á Blönduósi 1954, lauk hjúkrunarnámi í H.S.Í. í október 1957, stundaði stjórnunarnám í Norges sykepleier höyskole í Ósló 11. janúar til 31. desember 1973.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri desember 1957-ágúst 1958, á Sjúkrahúsinu í Eyjum september 1958- apríl 1959, Centrallasarettet Kalmar í Svíþjóð maí 1959- nóvember s. ár, á Sjúkrahúsinu í Eyjum apríl 1960- apríl 1961, á Lsp maí 1961-maí s. ár, Sjúkrahúsinu á Akranesi júní 1961-júlí 1963, Kleppsspítala júlí 1965-október s. ár, Centrallasarettet í Västerås í Svíþjóð maí 1964- ágúst s. ár, Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg október 1964-ágúst-1965, Kleppsspítala júlí 1965-október s. ár, Lsp október 1965-janúar 1966, Borgarspítala janúar 1966-31. ágúst 1977, þar af 2 ár deildarstjóri á handlækningadeild 1969-1971, síðan hjúkrunarframkvæmdastjóri. Hún var deildarstjóri á Kristneshæli september 1977-1. maí 1978, hjúkrunarforstjóri til 30. september 1982, hjúkrunarframkvæmdastjóri F.S.A. 1. október 1982-30. apríl 1986, hjúkrunarforstjóri í dvalarheimilinu Hlíð og Skjaldarvík á Akureyri frá 1. maí 1985.

I. Barnsfaðir Önnu Guðrúnar er Guðmundur Valdimarsson, f. 9. september 1932.
Barn þeirra:
1. Þröstur Heiðar Guðmundsson, f. 20. október 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.