Anna Guðrún Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Guðrún Jónsdóttir.

Anna Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 1. nóvember 1932 að Skriðinsenni í Bitrufirði, Strand.
Foreldrar hennar voru Jón Lýðsson bóndi, hreppstjóri, f. 13. maí 1887, d.14. ágúst 1969, og Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 4. nóvember 1889, d. 19. júní 1991.

Anna lauk landsprófi í Reykjaskóla í Hrútafirði 1951, Húsmæðrasskólanum á Blönduósi 1954, lauk hjúkrunarnámi í H.S.Í. í október 1957, stundaði stjórnunarnám í Norges sykepleier höyskole í Ósló 11. janúar til 31. desember 1973.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri desember 1957-ágúst 1958, á Sjúkrahúsinu í Eyjum september 1958- apríl 1959, Centrallasarettet Kalmar í Svíþjóð maí 1959- nóvember s. ár, á Sjúkrahúsinu í Eyjum apríl 1960- apríl 1961, á Lsp maí 1961-maí s. ár, Sjúkrahúsinu á Akranesi júní 1961-júlí 1963, Kleppsspítala júlí 1965-október s. ár, Centrallasarettet í Västerås í Svíþjóð maí 1964- ágúst s. ár, Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg október 1964-ágúst-1965, Kleppsspítala júlí 1965-október s. ár, Lsp október 1965-janúar 1966, Borgarspítala janúar 1966-31. ágúst 1977, þar af 2 ár deildarstjóri á handlækningadeild 1969-1971, síðan hjúkrunarframkvæmdastjóri. Hún var deildarstjóri á Kristneshæli september 1977-1. maí 1978, hjúkrunarforstjóri til 30. september 1982, hjúkrunarframkvæmdastjóri F.S.A. 1. október 1982-30. apríl 1986, hjúkrunarforstjóri í dvalarheimilinu Hlíð og Skjaldarvík á Akureyri frá 1. maí 1985.

I. Barnsfaðir Önnu Guðrúnar er Guðmundur Valdimarsson, f. 9. september 1932.
Barn þeirra:
1. Þröstur Heiðar Guðmundsson, f. 20. október 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.