Þuríður Ottósdóttir (Gilsbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þuríður Guðrún Ottósdóttir.

Þuríður Guðrún Ottósdóttir (Stella) húsfreyja fæddist 5. janúar 1931 í Reykjavík og lést 1. ágúst 2004 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Emil Ottó Bjarnason járnsmiður, f. 13. október 1909, d. 30. desember 1994 og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1910, d. 11. desember 1973.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Kvöldskóla KFUM.
Þuríður vann við bókhald hjá Prentsmiðjunni Helgafell og Gutenberg í Reykjavík. Á árum sínum á Höfn í Hornafirði vann hún við aðhlynningu á Dvalarheimili aldraðra þar.
Þau Gunnar giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Gilsbakka, æskuheimili Gunnars, síðar bjuggu þau lengst á Lágafelli.
Þau fluttu í Gosinu 1973 til Reykjavíkur, 1973 til Hafnar í Hornafirði. Þau fluttu til Hvolsvallar 1975, bjuggu þar til 1987, er þau sneru til Eyja.
Gunnar lést 1997.
Þuríður (Stella) flutti í sambýli aldraðra í Sólhlíð 19 og þaðan árið 2000 í Hraunbúðir.
Hún lést 2004.

I. Maður Þuríðar, (9. maí 1953), var Gunnar Ólafsson frá Gilsbakka, vélstjóri, rennismiður, vélvirki, 17. september 1931, d. 15. október 1997.
Börn þeirra:
1. Guðni Friðrik Gunnarsson, f. 8. apríl 1953. Fyrrum kona hans Ingveldur Haraldsdóttir. Kona hans Petrína Sigurðardóttir.
2. Erla Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1954. Maður hennar Sigurður Garðarsson.
3. Ottó Ólafur Gunnarsson, f. 26. nóvember 1958. Barnsmóðir hans Jóhanna Þrúður Jóhannesdóttir. Kona hans Aðalheiður Viðarsdóttir.
4. Hrönn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1964. Maður hennar Ólafur Sigurðsson.
5. Erlendur Gunnar Gunnarsson, f. 27. júní 1966. Sambúðarkona hans Oddfríður Lilja Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.