Þuríður Magnúsdóttir (Mundakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja í Mundakoti á Eyrarbakka, síðar um skeið í Eyjum fæddist 31. nóvember 1874 á Óseyrarnesi í Flóa og lést 24. mars 1963.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi í Nýjabæ á Stokkseyri, f. 8. júlí 1848, d. 24. júní 1923, og kona hans Ingigerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1853, d. 18. apríl 1938.

Þuríður var með fjölskyldu sinni 1880 og 1890, var gift húsfreyja í Mundakoti 1901 með börnin Hallfríði og Helga.
Þau Guðlaugur giftust 1900 og eignuðust 7 börn. Magnús dó 9 mánaða gamall 1908 og Hallfríður lést úr berklum á Vífilsstöðum 1915.
Þuríður dvaldi um skeið hjá Jónu dóttur sinni á Mosfelli.

Maður Þuríðar, (11. nóvember 1900), var Guðlaugur Guðmundsson bóndi, sjómaður, smiður í Mundakoti, f. 18. apríl 1876, d. 10. febrúar 1969.
Börn þeirra voru:
1. Hallfríður Guðlaugsdóttir, f. 21. maí 1900, d. 26. nóvember 1915 á Vífilsstöðum.
2. Helgi Guðlaugsson bifreiðastjóri, f. 3. september 1901, d. 9. júní 1985.
3. Guðjón Guðlaugsson sjómaður, smiður, bóndi í Gvendarhúsi, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958.
4. Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1903, d. 2. desember 1985.
5. Ingigerður Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1907, d. 4. desember 1988.
6. Magnús Guðlaugsson, f. 15. desember 1907, d. 23. september 1908.
7. Magnús Guðlaugsson sjómaður á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, f. 3. febrúar 1909, d. 10. apríl 1967.
8. Magnea Ingigerður Guðlaugsdóttir húsfreyja á Húsavík, f.1 9. september 1911, d. 31. ágúst 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.