Þuríður Árnadóttir (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Árnadóttir frá Miðey í A-Landeyjum, húsfreyja, síðar á Skjaldbreið fæddist 23. mars 1845 og lést 11. nóvember 1930.
Foreldrar hennar voru Árni Ólafsson bóndi í Fíflholts-Norðurhjáleigu í V-Landeyjum, f. 10. september 1799, d. 27. júlí 1879, og kona hans Guðrún Björnsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1810, d. 17. júní 1882.

Þuríður ólst upp með foreldrum sínum.
Hún giftist Ingimundi 1870 og bjó með honum í Miðey 1868-1885, var vinnukona eftir búskaparlok og síðar húskona á Krossi í A-Landeyjum.
Þuríður fluttist til Eyja 1902, bjó með Árna og Sigurði sonum sínum á Brekku 1906 og 1907, var leigjandi hjá Sigurði á Skjaldbreið 1909 og dvaldi hjá þeim Hólmfríði síðan.
Hún lést 1930.

I. Maður Þuríðar, (7. júlí 1870), var Ingimundur Ingimundarson bóndi í Miðey, f. 23. janúar 1842 í Miðey í A-Landeyjum, d. 17. ágúst 1894 í Snotru þar.
Börn þeirra:
1. Árni Ingimundarson, f. 29. september 1866, d. 12. júlí 1874.
2. Herborg Ingimundardóttir, f. 16. maí 1869, d. 29. maí 1869.
3. Ingiríður Ingimundardóttir, f. 25. september 1870, d. 19. nóvember 1871.
4. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
5. Ingiríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.
6. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
7. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.
8. María Ingimundardóttir, síðar húsfreyja á Miðnesi, Gull., f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.

II. Barnsfaðir Þuríðar var Magnús Þórðarson bóndi í Oddakoti, f. 29. september 1832, d. 5. janúar 1921.
Barn þeirra var
9. Guðmundur Magnússon skipstjóri á Ólafsfirði, f. 18. nóvember 1888, fórst með v.b. Þorkeli mána 16. september 1936.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.