Þorsteinn Sveinbjörnsson (járnsmiður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorsteinn Sveinbjörnsson járnsmiður í Eyjum, fæddist 4. október 1850 á Eystri Kirkjubæ á Rangárvöllum og lést 11. janúar 1912 í Eyjum.
Faðir hans var Sveinbjörn prestur í Keldnaþingum, Kjalarnesþingum, síðar á Krossi í A-Landeyjum og síðast í Holti u. Eyjafjöllum, f. 18. ágúst 1818 í Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði, d. 15. maí 1885 í Holti, Guðmundssonar bónda í Bæ, f. 1771, d. 21. janúar 1839, Torfasonar bónda á Bæ, f. um 1730, d. fyrir 1786, Guðmundssonar bónda og lögréttumanns Stefánssonar, og konu Torfa, Ólafar húsfreyju, f. um 1741, Ketilsdóttur prests Einarssonar.
Móðir sr. Sveinbjörns og barnsmóðir Guðmundar í Bæ var Guðrún vinnukona frá Langholti í Bæjarsveit, f. 1787, d. 21. janúar 1867, Gísladóttir bónda í Gröf í Lundarreykjadal og Langholti, f. um 1762, d. 16. ágúst 1800, Jónssonar, og konu Gísla, Sigríðar húsfreyju, f. 1765, d. um 1812, Þorsteinsdóttur.

Móðir Þorsteins járnsmiðs og kona sr. Sveinbjörns var Elín húsfreyja, skírð 8. ágúst 1811, d. 26. nóvember 1887, Árnadóttir tómthúsmanns og bókara í Hafnarfirði, f. 1765, d. 8. apríl 1839, Helgasonar bónda á Ökrum á Mýrum og víðar, f. 1721, d. 1784, Guðmundssonar, og konu Helga, Sigríðar húsfreyju, f. 1731, d. 1801, Sigurðardóttur.
Móðir Elínar prestskonu og kona Árna bókara var Ingibjörg húsfreyja, f. 1775 í Bolungarvík, d. 18. júní 1846, Ólafsdóttir lögsagnara og sýslumanns í Hjarðardal í Önundarfirði, f. 1746, d. 12. mars 1790, Erlendssonar, og konu Ólafs, Ástríðar húsfreyju, f. (1745), Magnúsdóttur prests Teitssonar.

I. Barnsmóðir Þorsteins var Kristín Magnúsdóttir vinnukona í Skógsnesi í Flóa, f. 2. mars 1832, d. 15. desember 1885.
Barnið var
1. Jón Þorsteinsson bóndi í Valdakoti í Flóa, f. 11. desember 1865, d. 27. ágúst 1898.

Þorsteinn var tvíkvæntur.
II. Fyrri kona hans var Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1857, d. 8. nóvember 1886.
Börn þeirra:
2. Sveinbjörn Þorsteinsson sjómaður í Reykjavík, f. 17. mars 1880, d. 1. júlí 1910.
3. Elín Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. júlí 1881, d. 9. október 1971.
4. Guðmundur Þorsteinsson, f. 5. nóvember 1882, d. 9. mars 1885.
5. Indíana Þorsteinsdóttir vinnukona á Varmá, f. 18. apríl 1884, d. 9. nóvember 1920.
6. Þorbjörn Þorsteinsson trésmiður í Reykjavík, f. 13. júlí 1886, d. 31. mars 1970.

III: Síðari kona Þorsteins, (4. nóvember 1887), var Guðný Loftsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1852, d. 15. apríl 1939.
Börn þeirra:
7. Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Krókskoti á Miðnesi, f. 23. maí 1888, d. 15. júní 1967.
8. Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og formaður á Laugalandi, f. 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 23. júní 1970 í Reykjavík.
9. Vilborg Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. september 1890, d. 28. janúar 1970.
10. Loftur Þorsteinsson járnsmiður í Reykjavík, f. 16. febrúar 1893, d. 2. janúar 1938.
11. Guðmundur Þorsteinsson bakari í Reykjavík, f. 27. október 1898, d. 6. ágúst 1970.

Þorsteinn og Guðlaug voru bændur á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum 1880-1885 og í Gerðakoti u. Eyjafjöllum frá 1885. Þorsteinn og Guðný síðari kona hans bjuggu áfarma í Gerðakoti til ársins 1903, en fluttu þá til Reykjavíkur. Hann fékkst nokkuð við skipasmíðar og stundaði smíðar eftir að hann brá búi. Vann hann við járnsmíðar í Eyjum 1910.
Þorsteinn bjó í Péturshúsi 1910.
Hann lést í Eyjum 11. janúar 1912.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.