Þorsteinn Pétursson (Rauðhálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Pétursson bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal fæddist 23. júlí 1861 á Vatnsskarðshólum þar og lést 12. júlí 1946.
Foreldrar hans voru Pétur Erlendsson bóndi á Vatnsskarðshólum, f. 11. júlí 1817 á Syðra-Hvoli þar, d. 3. júní 1866 á Vatnsskarðshólum, og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1823 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 27. júní 1910 á Rauðhálsi þar.

Bróðir Þorsteins var alnafni hans
1. Þorsteinn Pétursson bóndi í Dölum, síðar í Utah í Utah og Spanish Fork þar.

Þorsteinn var með foreldrum sínum á Vatnsskarðshólum til 1886, var ómagi í Pétursey í Mýrdal 1870-1871/5, í Kerlingardal þar 1871/5-1876, var vinnudrengur á Felli þar 1876-1877/9, á Giljum 1877/80-1884.
Hann flutti til Eyja um 1884, var vinnumaður hjá Þorsteini bróður sínum þar til 1887, var vinnumaður í Pétursey 1887-1896, húsmaður á Suður-Fossi 1896-1898, á Reyni 1898-1899, bóndi á Rauðhálsi 1899-1935, dvaldi hjá dóttur sinni þar 1935-æviloka 1946.
Þau Bergljót giftu sig 1911, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra tveggja daga gamalt.
Bergljót lést 1945 á Rauðhálsi.

I. Kona Þorsteins, (23. október 1911), var Bergljót Gunnarsdóttir frá Gunnarsholti í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 25. júlí 1861, d. 3. janúar 1945. Foreldrar hennar Gunnar Einarsson húsmaður, bóndi, f. 28. desember 1829 í Breiðuhhlíð í Mýrdal, d. 23. september 1883 á Suður-Fossi þar, og kona hans Halldóra Gísladóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1830 á Arnardrangi (á Fit) í Landbroti, d. 5. október 1883 á Skammadalshóli.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir á Dyrhólum við Hásteinsveg 15b, húsfreyjas, f. 29. júlí 1895 í Pétursey í Mýrdal, d. 8. janúar 1991. Maður hennar Guðjón Pétur Valdason.
2. Ragnhildur Þorsteinsdóttir, f. 18. mars 1901, d. 20. mars 1901.
3. Þorbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Rauðhálsi í Mýrdal, f. 13. nóvember 1903, d. 8. mars 1992. Maður hennar Pétur Jakobsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.