Þorsteinn Jónsson (Gunnarshólma)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Þorsteinn Jónsson.

Þorsteinn Jónsson á Gunnarshólma, verslunarmaður, verkamaður fæddist 14. janúar 1924 í Reykjavík og lést 13. október 2007 á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hans voru Jón Helgason Sveinsson frá Keflavík, stýrimaður, f. 27. október 1891, d. 18. október 1989, og Guðrún Teitsdóttir frá Hólmfastskoti í Njarðvíkursókn, Gull., húsfreyja, f. 22. apríl 1891, d. 10. maí 1966.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku, fluttist ungur með þeim til Hafnarfjarðar og 18 ára fluttist hann til Eyja.
Þau Kristín eignuðust Láru á Gunnarshólma 1943, giftu sig 1944.
Þau bjuggu lengi á Gunnarshólma, en síðar á Helgafellsbraut 18, eignuðust 8 börn.
Þau fluttust í Hafnarfjörð í Gosinu, en síðar í Mosfellsbæ og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Kristín lést 1993 og Þorsteinn 2007.

I. Kona Þorsteins, (8. júní 1944), var Kristín Vestmann Valdimarsdóttir frá Gunnarshólma, húsfreyja, f. 23. júlí 1926 á Brekku, d. 29. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Guðrún Elísabet Lára Þorsteinsdóttir, f. 5. september 1943 á Gunnarshólma.
2. Þorsteina Jóna Þorsteinsdóttir, f. 18. janúar 1945 á Gunnarshólma.
3. Elías Kristinn Þorsteinsson, f. 22. febrúar 1946 á Gunnarshólma.
4. Sveinn Þorsteinsson, f. 14. október 1950 á Gunnarshólma.
5. Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, f.19. júlí 1957 á Gunnarshólma, d. 7. nóvember 2006.
6. Vilborg Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1960 á Sjúkrahúsinu.
7. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 8. nóvember 1962 á Gunnarshólma.
8. Hrefna Þorsteinsdóttir, f. 18. janúar 1966 á Helgafellsbraut 18.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. október 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.