Þorsteinn Jónsson (Björnshjalli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorsteinn Jónsson tómthúsmaður í Björnshjalli fæddist um 1828.
Hann fluttist úr Landeyjum að Björnshjalli 1851, 23 ára húsmaður, var húsbóndi þar 1852 og 1853 með Guðríði og Ingvari, en fluttist frá Björnshjalli í Rangárvallasýslu 1854, 26 ára, „skilur eftir konu og barn“.

Kona Þorsteins, (30. október 1851, skildu samvistir), var Guðríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1828, d. 4. september 1860.
Formlegur skilnaður hafði ekki gerst 1860, 6 árum eftir brottför Þorsteins, þegar Guðríður eignaðist barn með Guðmundi Þorkelssyni, því að skráð er, að barneignin sé „móðurinnar fyrsta hórdómsbrot“. Hún var sögð gift kona við andlát.
Barn þeirra Þorsteins og Guðríðar var
1. Ingvar Þorsteinsson, f. 20. nóvember 1851, d. 15. mars 1863, fósturbarn á Kirkjubæ, 11 ára, úr „sóttveiki“ .


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.