Þorsteinn Guðnason (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Guðnason sjómaður fæddist 12. ágúst 1872 í Dölum og lést 22. nóvember 1960.
Foreldrar hans voru Þorbjörg Þorvaldsdóttir, þá vinnukona í Dölum, f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875, og Guðni Guðnason bóndi þar, f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875.

Þorsteinn var með föður sínum og fjölskyldu hans í Dölum 1872, „launsonur bóndans“, einnig 1873 og 1874. Faðir hans lést 1875 og Þorsteinn var þá í umsjá Vilborgar ekkju hans.
Hann var svo í umsjá hennar í Stakkagerði til 1883 þar sem hún var vinnukona, titlaður „dóttursonur“, síðar „fósturbarn“.
Hann var vinnumaður í Uppsölum 1890, var húsmaður á Seyðisfirði 1899.
Þau María Ingibjörg komu frá Seyðisfirði til Eyja 1901 með Arnbjörgu Svanhvíti, bjuggu í Garðsfjósi 1901, fluttust til Vesturheims 1903 með Arnbjörgu Svanhviti og Dagmar Hansínu. Þorsteinn tók upp ættarnafnið Goodman

Kona Þorsteins, (21. desember 1899 á Seyðisfirði), var María Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1868, d. 26. nóvember 1944.
Börn þeirra:
1. Arnbjörg Svanhvít Þorsteinsdóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 3. ágúst 1898. Hún fór til Vesturheims 1903, d. 30. október 1985.
2. Dagmar Hansína Þorsteinsdóttir, f. 9. desember 1901. Hún fór til Vesturheims 1903.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.