Þorsteinn Erlendsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Erlendsson tómthúsmaður á Miðhúsum fæddist 1756 og drukknaði 10. ágúst 1808.
Foreldrar hans voru Erlendur Eiríksson bóndi á Barkarstöðum í Fljótshlíð, f. 1713 og Ingveldur Nikulásdóttir, f. 1720.
Þorsteinn drukknaði 10. ágúst 1808, þá 52 ára, ásamt Jóni Þorsteinssyni, 12 ára dreng frá Miðhúsum.

Kona Þorsteins, (6. apríl 1801), var Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 14. október 1839. Þorsteinn var annar maður hennar.
Börn þeirra hér voru:
1. Guðmundur Þorsteinsson, f. 9. ágúst 1802 í Stakkagerði, d. 16. ágúst 1802 úr ginklofa.
2. Vigfús Þorsteinsson, f. 4. júlí 1804 í Stakkagerði, d. 12. júlí 1804 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.