Þorsteinn Þorsteinsson yngri (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Þorsteinsson yngri, sjávarbóndi á Kirkjubæ, fæddist 1767 í Mýrdal og lést 21. ágúst 1846 á Kirkjubæ, 79 ára.

Þorsteinn var vinnumaður á Miðhúsum 1801, sagður ekkjumaður. Hann kvæntist aftur og þá Guðrúnu Ormsdóttur 1802. Hann varð bóndi á Kirkjubæ, bjó þar 1835 og var þar enn 1845.
Hann eignaðist 10 börn með tveim konum, en ekkert þeirra lifði frumbernskuna.
Hann lést 1846.

Þorsteinn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (29. október 1797), var Margrét Árnadóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 1774, d. 8. september 1800, 26 ára af barnsförum, þá á Miðhúsum.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 27. desember 1797 í Nýjabæ, d. 3. janúar 1798 úr ginklofa.
2. Sigurður Þorsteinsson, f. 7. september 1800 á Miðhúsum, d. 17. september 1800 úr ginklofa.

II. Síðari kona Þorsteins, (16. október 1802), var Guðrún Ormsdóttir húsfreyja, f. 1779 í Eyjum, d. 29. ágúst 1851.
Börn þeirra hér:
3. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 6. desember 1802, d. 15. desember 1802 úr ginklofa.
4. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1. janúar 1804, d. 9. janúar úr ginklofa.
5. Sigurður Þorsteinsson, f. 29. september 1806, d. í október 1806 úr ginklofa.
8. Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9. ágúst 1808, d. 11. ágúst 1808 úr ginklofa.
7. Margrét Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1811. Dánarskýrslur vantar, líklega dáin fyrir mt 1816.
8. Andvana fæddur drengur 11. desember 1813.
9. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1815. Dánarskýrslur vantar, líklega d. fyrir 1816.
10. Steinvör Þorsteinsdóttir, f. 14. júlí 1820, d. 18. júlí 1820 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.