Þórunn Óskarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Óskarsdóttir.

Þórunn Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 11. október 1954 í Eyvindarholti.
Foreldrar hennar voru Óskar Matthíasson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992, og kona hans Þóra Sigurjónsdóttir frá Víðidal, húsfreyja, f. 17. júní 1924, d. 16. maí 2013.

Börn Þóru og Óskars:
1. Matthías Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 16. janúar 1944 á Stóra Gjábakka. Kona hans Ingibjörg Pétursdóttir.
2. Sigurjón Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3. maí 1945 á Stóra Gjábakka. Kona hans Sigurlaug Alfreðsdóttir
3. Kristján Valur Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 13. maí 1946 á Stóra Gjábakka. Kona hans Emma Pálsdóttir.
4. Óskar Þór Óskarsson verktaki, f. 10. nóvember 1951 í Eyvindarholti. Kona hans Sigurbjörg Helgadóttir.
5. Leó Óskarsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 4. ágúst 1953 í Eyvindarholti. Sambúðarkona hans María Lovísa Kjartansdóttir.
6. Þórunn Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. október 1954. Maður hennar Sigurður Jón Hjartarson.
7. Ingibergur Óskarsson rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1963. Kona hans Margrét Pétursdóttir.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1973, námi í hjúkrunarfræði í Hjúkrunarskóla Íslands í september 1977.
Þórunn var hjúkrunarfræðingur á handlæknisdeild Sjúkrahússins í Eyjum frá október 1977- febrúar 1978, á handlæknisdeild Landakotsspítala frá mars 1978- september 1979, á lyflæknisdeild Landspítalans september 1979, á bæklunar- og endurhæfingardeild október - desember 1979 og lyflæknisdeild janúar -september 1980, á bæklunardeild frá október 1980-1993, á brjóstholsskurðdeild 1993-1996, í heimahjúkrun í Reykjavík 1996-2006. Þá var Þórunn skólahjúkrunarfræðingur í Reykjavík í tvö og hálft ár, þá í heimahjúkrun 2009-2018 og að síðustu vann Þórunn á blóðrannsóknadeild Landspítalans í Fossvogi 2018-starfsloka 2019.

I. Maður Þórunnar, (1. desember 1979), er Sigurður Jón Hjartarson pípulagningameistari, f. 18. september 1954. Foreldrar hennar voru Hjörtur Sigurðsson, skrifstofumaður, f. 8. ágúst 1922, d. 26. júní 1991, og kona hans Sigrún Helga Gísladóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 4. júní 1925, d. 28. september 2018.
Börn þeirra:
1. Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 1. apríl 1984. Sambúðarkona hans Björg Vigfúsdóttir.
2. Hrefna Sigurðardóttir, með meistarapróf í grafískri hönnun, f. 6. júlí 1989.
3. Snorri Þór Sigurðsson verkfræðingur, f. 13. júlí 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þórunn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.