Þórey Guðrún Björgvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórey Guðrún Björgvinsdóttir og dætur hennar.

Þórey Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja í Karlskoga í Svíþjóð fæddist 25. ágúst 1969 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Björgvin Ólafsson, sjómaður, skipasali, f. 4. janúar 1951 á Hvoli við Heimagötu 12, og barnsmóðir hans Kristín Þóra Magnúsdóttir frá Brimhólabraut 17, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 12. september 1950.

Þau Jan Nicklas giftu sig 1997, eignuðust tvö börn, (þannig 1996). Þau bjuggu í Karlskoga.

I. Maður Þóreyjar Guðrúnar, (skildu), er Jan Nicklas Hammel, matreiðslumaður, f. 13. júlí 1969 í Karlskoga. Foreldrar hans Heinz Herbert Hammel eftirlitsmaður, f. 18. mars 1941 í Þýskalandi, og kona hans Elisabeth Lundmilla Hammel, verkstjóri, f. 10. nóvember 1941 í Tékkóslóvakíu.
Börn þeirra:
1. Sara Ósk Hammel, f. 14. mars 1994 í Eyjum.
2. Kristín Antonía Hammel, f. 27. desember 1996 í Karlskoga í Svíþjóð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.