Þórarinn Gíslason (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn Gíslason.

Þórarinn Gíslason rafvirki, vélstjóri fæddist 31. júlí 1962 í Eyjum og lést 12. desember 2023.
Foreldrar hans voru Gísli Bergsveinn Ólafur Lárusson, síðar verkstjóri í Kópavogi, f. 11. júní 1940 á Hvolsvelli, d. 2. febrúar 2014, og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir fulltrúi, f. 14. nóvember 1940 í Eyjum.

Þórarinn lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1985. Meistari var Sturla Snorrason. Hann lauk 1. stigsprófi í Vélskóla Íslands.
Þórarinn vann hjá Ljósbroti hf. 1985-1988, var sölumaður hjá Smith og Norland. Hann stofnaði ásamt öðrum fyirtækið Straumbrot ehf., rak það, stofnaði síðan fyrirtækið Rafgengi ehf. og rak það.
Þau Bryndís Ann giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Kristín giftu sig 2001, eignuðust ekki börn, en skildu.
Þau Karen Dagmar giftu sig 2014, eignuðust þrjú börn og Þórarinn fóstraði barn hennar.

I. Kona Þórarins, (skildu 1997), er Bryndís Ann Brynjarsdóttir bankamaður, f. 3. ágúst 1963. Foreldrar hennar Brynjar Þór Leifsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 7. ágúst 1936, d. 6. oktróber 2003, og kona hans Jean Ann Steel T. Leifsson húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. apríl 1937 í Bretlandi.
Börn þeirra:
1. Brynjar Þór Þórarinsson tölvufræðingur, f. 7. september 1986. Kona hans Ágústa Sigurðardóttir.
2. Gunnar Már Þórarinsson sálfræðingur, f. 12. júní 1992. Sambúðarkona hans er Carolina frá Columbíu.

II. Kona Þórarins, (15. september 2001, skildu 2012), er Kristín Valgeirsdóttir. Þau skildu barnlaus.

III. Kona hans, (12. júlí 2014), er Karen Dagmar Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1978. Foreldrar hennar Guðmundur Gísli Björnsson, f. 26. júní 1955, og Ragnheiður Karlsdóttir, f. 8. maí 1959.
Börn þeirra:
3. Guðmundur Gísli Þórarinsson, f. 1. október 2012.
4. Þórarinn Rúnar Þórarinsson, f. 22. nóvember 2013.
5. Matthías Hrafn Þórarinsson, f. 15. apríl 2018.
Barn Karenar Dagmarar og fósturbarn Þórarins er
6. Ragnheiður Tara Karenardóttir, f. 17. september 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Þórarinn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.